Helstu breytingarnar varða venjuleg mót.

Uppmælingartaxta steypumóta (200) hefur verið breytt til aðlögunar á mældum m2

Nú er hæð flata reiknuð söm og steypuhæð í venjulegum mótum og sökkulmótum eins og gert er í kerfismótum. Áður var mótahæð reiknuð upp fyrir plötu. Einingaverðum atriða sem hafa áhrif vegna þessa, var breytt í samræmi við fækkun fermetra á fundi verðskrárnefndar þann 22.03. s.l.(2011)

Sett var upp tímaskýrsla á vefinn. Þrjár útgáfur voru settar upp. Skjölin eru hugsuð fyrir mælingarhópa, en það ætti að vera hægt nýta það í hvaða tímaskráningu sem er.

 

Reiknitala ákvæðisvinnu húsasmiða hækkaði um áramótin og er nú 414,13.

Eins og ljóst er, er Verðskrá húsasmiða, mælingarstofan og endurskoðun meistara þjónustufyrirtæki fyrir smiði og meistara.

Á síðasta verðskrárfundi var samþykkt að láta fara fram greiningu ferlis á meðhöndlun mælinga frá upphafi til afgreiðslu mælingar. Með það fyrir augum að stytta feril mælinga og bæta þjónustu við notendur mælingarinnar.

Þessi vinna er nú hafin og reikna má með að einhverjir mælingahópar fái í heimsókn ásamt mælingamanni og endurskoðanda, mann frá tölvufyrirtæki sem heitir ORIGO, sá heitir Gísli og mun sjá um greininguna í samráði við aðlia sem að málinu koma.


Nú í lok nóvember verður farið að dreifa möppum fyrir smiði með gátlistum og skýringum á þeim. Einnig fylgja með áhöld til að nota gátlistana.

Mælingamenn og endurskoðendur koma þeim til mælingahópa eftir hendinni. Við hvetjum þá sem vinna við

uppmælingu að lesa skýringarnar fyrir gátlistana og nota. Víst er svo að sumir eru alveg klárir á þessu, aðrir ekki.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna og ykkur vantar möppu. Einnig er hægt að fá breytta gátlista eftir þörfum með því að hafa samband, hringja s. 535 600 eða senda E-mail.