Þá er síðan farinn að geta greint á milli vafra og getur þar með sent stílsnið fyrir hvern og einn. Hingað til hefur henni tekist að greina á milli IE, FireFox, Opera, Netscape. Um er að ræða IE 6.0, Firefox 1.0 (build 7), Opera 8.5 (build 7) og Netscape 8.0. Eldri varfar hafa ekki verið prufaðir né önnur stýrikerfi en Microsoft Windows NT 5.1. Athuga þarf sérstakklega með vafra á borð við Safari (mac) og eins önnur stýrikerfi. Ekki er ætlunin að bæta við stuðning við eldri vafra en version 5 af IE og niður í 7 af Netscape og Opera. Þar sem allir þessir vafrar virðast styðja sig mun betur við W3C CSS 2.0 og í framtíðinni CSS 3.0 þá virðist vera nóg við fyrstu prófun að vera með eitt stílsnið sem stenst prófun við w3c CSS 2.0 fyrir alla aðra en IE. Með tilkomu IE 7.0 sumar 2006 verður væntanlega óþarft að fara í þessi tjekk, því lofað hefur verið betri stuðningi við CSS 2.0, þó ekki eigi að fylgja staðlinum algjörlega. Ef menn sem nota aðra vafra eru að lenda í vandræðum með útlit síðunar væri vel þegið að fá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um hvaða vafra er verið að nota, og hvernig útlitið birtist í þeim.