Fundur Verðskránefndar var haldinn mánudaginn 14 nóv. sl.

Breytingar voru gerðar á töxtum 213, 216, 241 almenn ákvæði, 242 lið 04 og 243 liðum 08 og 09. Breytingarnar eru þegar komnar inn í taxtana. Hægt er að skoða þá á síðunni gátlistar og gagnleg skjöl.

Í taxta 242 var meginbreyting á forsendum útreiknings flatarmáls. Áður voru m2 reiknaðir að efribrún plötu, en nú er leitast við að reiknað flatarmál verði nær snertifleti móta og hæð mótaflata reiknuð því reiknuð söm og steypuhæð.

Samþykkt var á fundinum meðal annarrs að skoða taxta vegna uppsettningar forsteyptra svala, halda áfram vinnu við einföldun talningaratriða svo og undirslátt svala. Ennfremur skal samræma útreikning mótaflata í samræmi við taxta 242 í sökkulmótum og venjulegum mótum.

Almenn umræða var um stöðu uppmælingarinnar í nútíð og framtíð.