Eins og ljóst er, er Verðskrá húsasmiða, mælingarstofan og endurskoðun meistara þjónustufyrirtæki fyrir smiði og meistara.

Á síðasta verðskrárfundi var samþykkt að láta fara fram greiningu ferlis á meðhöndlun mælinga frá upphafi til afgreiðslu mælingar. Með það fyrir augum að stytta feril mælinga og bæta þjónustu við notendur mælingarinnar.

Þessi vinna er nú hafin og reikna má með að einhverjir mælingahópar fái í heimsókn ásamt mælingamanni og endurskoðanda, mann frá tölvufyrirtæki sem heitir ORIGO, sá heitir Gísli og mun sjá um greininguna í samráði við aðlia sem að málinu koma.