Ný verðskrá er komin út, hægt er að kaupa bókina hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur Borgartúni 30.

Verð verðskrárinnar er 2,500.- Einnig er hægt að nálgast hana á síðunni gátlistar og önnur gangleg skjöl.

Fundur Verðskránefndar var haldinn mánudaginn 14 nóv. sl.

Breytingar voru gerðar á töxtum 213, 216, 241 almenn ákvæði, 242 lið 04 og 243 liðum 08 og 09. Breytingarnar eru þegar komnar inn í taxtana. Hægt er að skoða þá á síðunni gátlistar og gagnleg skjöl.

Í taxta 242 var meginbreyting á forsendum útreiknings flatarmáls. Áður voru m2 reiknaðir að efribrún plötu, en nú er leitast við að reiknað flatarmál verði nær snertifleti móta og hæð mótaflata reiknuð því reiknuð söm og steypuhæð.

Samþykkt var á fundinum meðal annarrs að skoða taxta vegna uppsettningar forsteyptra svala, halda áfram vinnu við einföldun talningaratriða svo og undirslátt svala. Ennfremur skal samræma útreikning mótaflata í samræmi við taxta 242 í sökkulmótum og venjulegum mótum.

Almenn umræða var um stöðu uppmælingarinnar í nútíð og framtíð.

Verðskrá húsasmiða hefur tekið í notkun nýja heimasíðu. Hugmyndin er að síðan nýtist sem upplýsingagjafi um starfsemi Verðskrár húsasmiða, auk þess að vera efnis og upplýsingamiðlun til þeirra sem vinna með taxtana. Þá er átt við mælingamenn, endurskoðendur, starfsmenn viðeigandi stéttarfélaga auk meistara og sveina sem vinna eftir kerfinu.

Reynt verður að hafa alltaf nýjustu upplýsingar um taxtana og þær breytingar sem gerðar verða á töxtum verðskrárinnar á síðunni.

Umsjónarmaður síðuna er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. starfsmaður Verðskrár húsasmiða.

Þá er síðan farinn að geta greint á milli vafra og getur þar með sent stílsnið fyrir hvern og einn. Hingað til hefur henni tekist að greina á milli IE, FireFox, Opera, Netscape. Um er að ræða IE 6.0, Firefox 1.0 (build 7), Opera 8.5 (build 7) og Netscape 8.0. Eldri varfar hafa ekki verið prufaðir né önnur stýrikerfi en Microsoft Windows NT 5.1. Athuga þarf sérstakklega með vafra á borð við Safari (mac) og eins önnur stýrikerfi. Ekki er ætlunin að bæta við stuðning við eldri vafra en version 5 af IE og niður í 7 af Netscape og Opera. Þar sem allir þessir vafrar virðast styðja sig mun betur við W3C CSS 2.0 og í framtíðinni CSS 3.0 þá virðist vera nóg við fyrstu prófun að vera með eitt stílsnið sem stenst prófun við w3c CSS 2.0 fyrir alla aðra en IE. Með tilkomu IE 7.0 sumar 2006 verður væntanlega óþarft að fara í þessi tjekk, því lofað hefur verið betri stuðningi við CSS 2.0, þó ekki eigi að fylgja staðlinum algjörlega. Ef menn sem nota aðra vafra eru að lenda í vandræðum með útlit síðunar væri vel þegið að fá póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um hvaða vafra er verið að nota, og hvernig útlitið birtist í þeim.

433 fundur verðskrárnefndar var haldin þann 11. maí s.l.

Samþykkt var þar meðal annarrs breytingar á taxta 200 og nýr taxti samþykktur um borun í límtré.