Verðskráin er í einingum sem 1 eining er jafngild einingaverði. Um verð á einingu er samið þegar kjarasamningar eru gerðir. Í dag er verð á einingu 9,74 krónur og tók það gildi 1. janúar 2014. Gagnvart meistara og verkkaupa bætast við launatengd gjöld, lög- og samningsbundnar greiðslur.

Við hvert taxtanúmer er tilgreindur einingafjöldi sem reiknast í viðkomandi verki, og þegar verk er unnið eftir þessari verðskrá, skal greiða fyrir það samkvæmt eingafjölda x einingarverð án tillits til þess hvort sá, sem verkið vinnur notar til þess lengri eða skemmri tíma.Fremst í hverjum taxta eru skýringarákvæði um notkun hans og gilda þau ákvæði fyrir taxtann allan nema annað sé tekið fram. 

  • Við flest taxtanúmer er skýring svo sem eins og stk, fyrir stykki, m fyrir meter og m² fyrir fermeter. Þar sem engin slík skýring er við taxtanúmer merkir það að fylgja skuli almennum ákvæðum viðkomandi taxta. 
  • Í flestum tilfellum skal þá nota flatarmál og hálft ummál tilheyrandi verkliðar. En hér er nauðsynlegt að lesa almenn ákvæði taxta sem ætíð er fyrst í hverjum flokki.

Ef unnin er yfirvinna í mælingu greiðist á þá tíma 50% af þeirri útkomu sem mælingin er að gera á unna klukkustund, þó aldrei minna en kr. 981,40 á hverja unna yfirvinnustund.

Dæmi:

  • Mæling gerir 30.000 einingar.
  • Unnir tímar eru 120, þar af eru 20 yfirvinnutímar.
  • Mælingin gerir þá 30.000 x 9,74 = 292.200,00 kr.
  • Krónur á unna klst. eru þá 292.200,-/120, sem gera kr. 2.435,-

Viðbótargreiðsla á hverja yfirvinnustund er ( 0,5 x 2.435,-) eða kr. 1.217,50 kr.

Yfirvinnukaup er þá (2.435,00+1.217,50) 3.652,50 kr.

Mælingin til sveina gerir: kr. 292.200.-

Yfirvinna er 20 x 1.217,50 kr. 24.350.- sem greiðist þeim sem yfirvinnuna vinna.

Samtals kr. 316.550.-

 

Viðbótargreiðslan fyrir yfirvinnu fer til þess sem yfirvinnuna vinnur, en deilist ekki milli manna.