Það má nefna fjölmörg dæmi um hversvegna smiðir/nemar eiga að vinna í uppmælingu og ekki síður meistarar og fyrirtæki ættu að láta vinna í uppmælingu.

Sem dæmi má nefna:  

  • Tímalaun smiða eru yfirleitt hærri í mælingu vegna aukinna afkasta með betri skipulagningu.
  • Verkið gengur betur.
  • Minna um dauðan tíma vegna þess að verkstjórn verður að vera góð í uppmælingu.
  • Verkkaupi, hvort sem um er að ræða meistara/fyrirtæki eða almennan viðskiptamann eru ánægðari með vinnubrögð starfsmanna.
  • Öll vinna á byggingastað verður markvissari þar sem mælt er og enn meiri framleiði verður.
  • Dagurinn er búinn áður en þú veist af.