Verðskráin er notuð til útreikninga á vinnu smiða sem að öllu jöfnu er nefnd uppmæling. Í verðskránni eru einingaverð, sem eru í stöðugri þróun og endurskoðun.

Ný einingaverð eru reiknuð út eftir því sem vinnutilhögun og eða efnis/tækjanotkun breytist. Kostir uppmælingarinnar eru margir.

- Eykur afköst og framleiðni
- Ágreiningur um tímaskrift úr sögunni
- Greitt er nákvæmlega fyrir unnið verk, sama hver vinnur verkið
- Laun og launakostnaður fer ekki eftir framboði og eftirspurn vinnuafls
- Auðveldar verktökum að bjóða í verk
- Verkstjórn verður markvissari