Saga Verðskrár húsasmiða í stuttu máli


Fyrsti taxti trésmiða var saminn árið 1918, árið 1934 var gerð ný verðskrá sem gilti til ársins 1951.

Ný verðskrá var svo aftur gefinn út 1953 og árið eftir tók fyrsta verðskrárnefnd innan Trésmíðafélagsins til starfa.

Árið 1955 gerði Trésmíðafélag Reykjavíkur og Meistarafélag húsasmiða með sér samning meðal annarrs um að skipuð yrði sex manna taxtanefnd, þrír frá meisturum og þrír frá sveinum.

Ný verðskrá leit dagsins ljós og samþykkt af Trésmiðafélagi Reykjavíkur 1961.

Stjórnir félaganna samþykktu verðskránna vorið 1962 sem einnig hafði að geyma málefnasamning félaganna, með fyrirvara um samþykki félagsfunda.

Árið 1962 flutti Verðskrá húsasmiða að Suðurlandsbraut 12.

Málefnasamningur félaganna og verðskrá húsasmiða var samþykkt og gefin út á haustdögum 1962.

Endurskoðun uppmælinga í því formi sem hún er í dag hófst þann 24. september 1962.

Frá þeim degi hefur verðskrá húsasmiða verið í stöðugri endurnýjun og þróun.