Notað var tækifærið sem gafst þegar starfsmaður Verðskrár húsasmiða var kallaður til að skoða rörapalla sem komu frekar illa út úr mælingu, til að taka viðtal við þá félaga Jón Inga og Steingrím Snorrason 02.10.2006

Verðskrá: ,,Hafið þið svo til alltaf unnið í mælingu ?"

Steingrímur og Jón Ingi: ,,Já við höfum alltaf unnið í mælingu eða nánast því, með svona smá hléum. Það er ekki alltaf hægt að vinna í mælingu t.d. við ýmsan frágang." 

Verðskrá. ,,Þið eruð aðallega að vinna við undirslátt á plötum. Við breyttum taxtanum fyrir tiltölulega stuttu síðan. Hefur það breytt einhverju fyrir ykkur?" 

Steingrímur og Jón Ingi: Við erum alveg sáttir við plöturnar, þær hafa komið ágætlega út hjá okkur.

Jón Ingi og Steingrímur

Verðskrá: ,,Eru plötur og veggir mælt saman í einum pakka?" 

Steingrímur og Jón Ingi: Nei þetta er algerlega sundurskilið og gert þannig upp. 

Verðskrá: Eru þið þá kannski fyrst og fremst í undirslætti platna. 

Það má kannski segja það, en við erum mikið í innivinnu og raunar látum við mæla allt sem hægt er að mæla. Fyrirtækið hér er jákvætt í garð mælingarinnar og vill að sem flest sé mælt, þannig að það fer vel saman við okkar óskir. 

Verðskrá: Við komum af því að því að þið eruð að velta fyrir ykkur slakri útkomu við uppsetningu óvenjulegra rörapalla. Hvernig snúið þið ykkur í þannig máli.

Steingrímur og Jón Ingi: Við einfaldlega kærum mælinguna til Verðskrár húsasmiða og látum verðskránna sjá um að skoða hvað sé að. Við gerðum það bréflega en það er alveg nóg að hringja í starfsmann Verðskrár. 

Verðskrá: Þó nokkuð umtal er um fjölda erlenda smiði á vinnustöðum, eru margir hér? 

Steingrímur og Jón Ingi: Hjá K.S. verktökum eru aðeins erlendir verkamenn ekki smiðir og þeir fyrstu komu ekki fyrr enn í vor. 

Verðskrá: Það eru semsagt engir erlendir smiðir hér í mælingavinnu. 

Steingrímur og Jón Ingi: Nei við höfum ekkert heyrt um það. Það er hinsvegar undirverktaki hér í utanhúsklæðningu, hann er með pólverja í vinnu. 

Verðskrá. Ég tók einmitt eftir útlendingi sem var með kíttissprautu í hendi við vinnu utan á húsinu. 

Steingrímur og Jón Ingi: Já það er pólverji sem er að vinna hjá undirverktakanum við klæðninguna, hann er með þrjá eða fjóra pólverja í vinnu.

Verðskrá: Hvernig leggst það í ykkur allur þessi fjöldi erlenda starfsmanna sem flytur hér yfir markaðinn ? 

Steingrímur og Jón Ingi: Það er auðvitað þessir tungumálaörðuleikar sem eru svolítið snúnir og þá hjá verkamönnunum líka, því við getum ekki sagt þeim til þannig að vel sé. Það er auðvitað best að útlendingar sem vinna hér læri eitthvað í íslensku, þá ættu allavega samskiptin að skána. 

Að þessum orðum sögðum var farið og rörapallarnir skoðaðir og myndaðir bak og fyrir. Vonandi koma einhverjar fréttir um þá á fréttasíðunni okkar fyrr en varir.