Viðtal við smiðina Markús, Sigmar og að lokum Þorstein, Helluvaði 7 -21 Reykjavík

Verðskrá: Vinna smiðir fyrirtækisins yfirleitt í mælingu?

Markús: Ég held að það sé stefna fyrirtækisins að láta vinna í mælingu

Sigmar: Þegar við vorum að byrja hér vildum við ekki vinna á þessum strípaða taxta. Maður má reikna með eitthvað hærra kaupi í mælingu og það varð samkomulag um að vinna í mælingu. 

Verðskrá: Er það þannig á þessum vinnustað að allir smiðirnir vinna í sömu mælingunni?

Markús, Þorsteinn og Sigmar

Sigmar og Markús: Já, allir íslensku smiðirnir. Það er þannig hér að við erum eiginlega í tveimur gengjum alls um sjö smiðir. Annað gengið vinnur mikið til við uppsetningu steyptra eininga en hitt í plötum og ýmsu öðru sem fellur til. En uppgjör fer þannig fram að mælingin er gerð upp sem ein heild og verða þá allir smiðirnir sem vinna í mælingu með sama tímakaup. 

Verðskrá: Hver er kostur þess að vinna í mælingu. 

Sigmar og Markús: Ef menn eru samtaka og skipulagðir þá ætti að koma eitthvað meira út úr því en í tímavinnunni. Þetta er bara spurning um skipulag og ef menn eru tilbúnir að leggja eitthvað meira á sig þá skilar það sér í hærri launum. 

Verðskrá: Nú er nýbyrjað að mæla forsteyptar einingar eins og hér eru. Hvernig hefur það gengið ?

Sigmar og Markús: Það hefur gengið mjög vel og alls ekki verið erfiðara að halda utanum talningaratriði í steyptum einingunum frekar en í öðru og útkoman verið ágætt.

Verðskrá: Þið eruð þá sáttir við að vinna við uppsetningu steyptra eininga í mælingu. 

Sigmar og Markús: Já, við erum mjög sáttir við það. 

Verðskrá: Eru einverjir ókostir við að vinna í mælingu?

Sigmar og Markús: Ekkert sem er að plaga okkur, það byggist mikið á hjá okkur að hafa góðan kranamann svo og fá einingarnar í réttri röð. Varðandi það að fá réttar einingar og í röð var svolítið ábótavant fyrst og bitnaði það á mælingunni en nú er búið að bæta úr því og allt gengur þess vegna betur. Það er mjög mikilvægt að þessi atriði séu öll í lagi við mælingarvinnu. 

Verðskrá: Finnst ykkur verkið ganga betur ef unnið er í mælingu, markvissari verkstjórn ? 

Okkur finnst verkið ganga betur við ráðum vinnuhraðanum sjálfir. Verkstjórar skipta sér mikið minna af okkar vinnutilhögun, þeir bara skoða hvort allt sé í lagi og rétt gert. Menn sem vinna í mælingu hafa það á tilfinningunni að eftir því sem verkið gengur betur þá þéna þeir meira. 

Verðskrá: Finnst ykkur, eitthvað mál að halda "bókhald" yfir mælinguna svo sem steinboranir og önnur talningaratriði? 

Sigmar. Nei það finnst mér ekki, ég bara skrifa niður á hverjum degi það sem gert er s.s. boranir og annað sem þarf og svo eru mælingamennirnir, Sigurjón og þeir hinir búnir að setja þetta upp í einskonar staðla hjá sér. Þetta eru mikið endurtekningar 

hæð frá hæð þannig að þetta er ekkert mál. 

Verðskrá: Finnst ykkur fagmennskan eitthvað lakari í mælingu?

Sigmar og Markús: Nei það held ég ekki við vöndum okkur auðvitað eins og við getum þegar við setjum eignarnar upp. En þetta er alltaf undir einingunum komið, við breytum þeim ekkert þegar þær eru komnar á staðinn, við ráðum ekki við allt. 

Verðskrá: Sigmar þú ert búinn að vinna lengi í mælingu þú er komin vel á aldur þannig séð ekki lengur 25 ára, 

Sigmar: já já og kominn fram yfir aldur..... 

Verðskrá .... Þér finnst ekkert mál að vinna í mælingu? Nei og aldrei viljað vinna öðruvísi en í mælingu, mér finnst gaman að vinna í mælingu.

 

Með þessum orðum lauk viðtalinu við þá félaga og inn gekk félagi þeirra Þorsteinn sem var að koma úr fríi.