Viðtal við Árna byggingastjóra og verkstjórann Vilhjálm hjá Eykt, Helluvaði 7-21 31.07

 

Verðskrá: Eruð þið svona almennt hlynntir uppmælingu? 

Árni og Vilhjámur

Árni, "Jú ég er hlynntur mælingunum þær eru jákvæðar að flestu leyti, Það eina sem ég mér finnst stundum að krafturinn í mælingarmönnunum getur komið niður á gæðum verksins, því segi ég að það þurfi að koma upp eins konar gæðakerfi inní mælingarkerfið og ef það tækist vel þá er þetta líklega besta kerfi sem ég get hugsað mér. Mælingakerfið einfaldar verkstjórnina að mörgu leyti og þetta verður svona einfaldara og þægilegra, það hjálpar öllum. Ég er kannski að miða svolítið við erlendu starfsmennina sem hér eru, það er allt miklu snúnara og erfiðara að öllu leyti varðandi verkstjórn þeirra." 

Vilhjálmur: ´Ég er alveg sammála þessu sjónarmiði. Mér finnst mælingarkerfið vera gott kerfi. 

Verðskrá: Finnur þú fyrir aukinni pressu um að efni sé á réttum stað o. s. f. v. 

Vilhjálmur:. Það setur kannski aukna pressu á menn, en það þarf ekkert síður að passa upp á að efnið sé til staðar og á réttum stað þó um tímavinnu sé að ræða. 

Árni: Pressan frá mannskapnum er alltaf meiri á verkstaðinn og í raun fáum við þá "feedback" um það hvað vantar fyrst. Í tímavinnunni eru menn kannski ekki að segja frá efnisvöntun fyrr en þeir eru að verða eða orðnir stopp, en í mælingunni hugsa menn meira fram í tímann. 

Árni. Kannski er rétt að benda á að í mælingu gleyma kannski menn að taka mótin rétt eftir steypuvinnu í lok vinnudags sem fer lítill hluti mælingatíma, en skiptir gríðarmiklu máli þegar upp er staðið, því tel ég að verði að huga að gæðakerfi með uppmælingunni og tvinna saman. Bestu menn sem við getum hugsað okkur og viljum greiða vel fyrir eru smiðir sem vinna á góðum hraða og góðum gæðum. Ef hægt er að tengja þetta saman er ekki neitt sem við getum fundið að mælingarkerfinu í sjálfu sér. 

Verðskrá: Vinna allir íslenskir smiðir í mælingu hjá fyrirtækinu?

Árni og Vilhjálmur: Flestir gera það. 

Verðskrá: Er stefna fyrirtækisins að láta smiði vinna í mælingu. 

Árni og Vilhjálmur: Við ætlum ekki að fullyrða það en höldum að það sé gert eins og hægt er. 

Verðskrá: Finnst ykkur að einingarverð í mælingu hærri eða lægri heldur en einingaverð sem er verið að bjóða.? 

Þegar við fáum tilboð í verk frá undirverkum eru verð auðvitað mismunandi, en það eru klárlega skekkjur í mælingunni sem þarf eitthvað að jafna .

Verðskrá: Veistu hvaða skekkjur er um að ræða? 

Árni: Ég get nefnt án þess að það séu vísindalegar sannanir fyrir því, t.d. gipsveggir, það borgar sig ekki að láta vinna þá í mælingu. Við vitum að undirverktakar sem eru að bjóða í verkin eru með mjög gott kaup þó að einingarverð séu lægri. En ég veit þó að það eru fleiri atriði sem þarf að skoða. 

Verðskrá: Það eru vissulega skiptar skoðanir hvað það varðar.

Árni: Ég vil að mótasmiðir séu heldur hærri í kaup en aðrir og þar á að vera hæsta kaupið. Það er mjög sjaldgæft að mótasmiðir endist lengi. Sérhæfingin er orðin mjög mikil í mótasmíði og það er erfiðasta vinnan. Einnig má benda á að stundum finnst okkur að þegar Verktakar kaupa verulega góðar græjur fyrir mikla peninga þá komi ekki til baka afsláttur vegna þeirra kaupa í lækkuðum einingaverðum taxtans. Eina sem verkaupinn fær er mögulega aukinn afköst. Það er ekki víst að verkkaupar séu tilbúnir til að hella sér út í verkfærakaup jafnvel fyrir tugi milljóna bara fyrir aukin afköst. Þetta eru sameiginlegir hagsmunir allra, verkkaupa, verktaka og sveina, ekki síst vegna þess að með betri verkfærum léttist vinna smiða og þeir endast lengur í faginu og heilsast betur.