Viðtal við Halldór Jónasson fulltrúa Trésmíðafélags Reykjavíkur á skrifstofu sinni 11. júlí 2006.

 

Örvar: "Af hverju ættu smiðir að vinna í mælingu ?" 

Halldór: "Mælingarvinna gefur möguleika á góðum tekjum. Laun eru í samræmi við afköst." 

Örvar: "Hvaða atriði eru þau helst sem smiðir þurfa að hafa í huga þegar þeir eru að byrja vinnu í mælingu ?"

Halldór: "Þeir þurfa að huga að því að þeir fá einungis greitt fyrir það sem þeir gera og verða að halda því til haga sem þeir eru að gera, punkti hjá sér, þannig að það sé á hreinu við hvað hafi verið unnið."

Örvar: " Hvernig bera menn sig til þegar þeir byrja að vinna í mælingu ?" 

Halldór Jónasson

Halldór: " Þegar menn byrja vinnu í mælingu þarf að semja við atvinnurekandann um að verkið sé unnið í mælingu, hvað margir menn séu í mælingarhópnum og skilgreining á mælingarverkinu. Ef menn eru algjörir byrjendur í mælingu er æskilegt að viðkomandi hafi samband við t.d. mælingastofuna í síma 5356000 hvernig best sé að standa að þessu."

Örvar: "Hvar er mæling pöntuð ?"

Halldór: "Mælingin er pöntuð á Þjónustuskrifstofu iðnfélaganna síminn er 535 6000 þetta þarf að gera með nokkrum fyrirvara, það er ekki þannig að menn geti fengið mælingu daginn eftir. "

Örvar: "Hver er venjulegur biðtími frá pöntun mælingar þar til mælingamaður kemur á mælingastað?"

Halldór: "Það getur verið nokkuð misjafnt stundum allt að ½ mánuði ."

Örvar: "Hvaða atriði þurfa að vera tilbúinn og til reiðu þegar mælingamaður kemur á mælingarstað ?"

Halldór: "Menn þurfa að hafa teikningar af því sem þeir hafa verið að gera og vera búnir að punkta hjá sér ýmis þau atriði sem ekki sjást, svo sem fjölda festinga, skrúfur og þessháttar."

Örvar: "Hvað eru mælingargjöld smiða há ?"

Halldór: "Það er 3,5% af mælingarupphæð sem sveinarnir greiða, 3,25% til mælingastofu og 0,25% verðskrárgjald til Verðskrá húsasmiða sem sér um viðhald taxtans" 

Örvar: " Hverjir geta unnið í mælingu ?" 

Halldór: "Það eru allir trésmiðir og nemar, öll vinna við húsbyggingar er mælanleg." 

Örvar: "Þarf einverja kennslu til að vinna í mælingu ?"

Halldór: "Það eru sérstök verðskrárnámskeið sem haldin eru, eitt til tvö á ári á vegum Menntafélag byggingaiðnaðarins. Æskilegt er að menn sem vinna í eða ætla sér að vinna í mælingu komi á námskeiðið, en það er ekki skilyrði." 

Örvar: "Á hvað vilt þú benda varðandi mælingarvinnu að lokum ?"

Halldór: "Ég hvet sem flesta til að vinna í mælingu og hafa það í huga að fyrst og fremst þarf að skipuleggja verkefnið. Það er ekki hamagangur og læti sem skila mestum árangri í mælingu, heldur agi á vinnustað, skipulagning og fyrirhyggja. Einnig má benda á að það þarf að vera góð samvinna milli verkstjóra og mælingahópa ef góður árangur á að nást í mælingu."